DCP Mastering
Cinelab þjónustar þig frá A-Ö með allt sem tengist DCP vinnslu. Vinnslan fer öll fram í mastering-búnaði frá Dolby og DCP eintökin frá okkur fylgja alltaf öllum ítrustu gæðastöðlum og eru því alltaf „DCI compliant“ en það að vera DCI compliant þýðir að viðkomandi DCP sýningareintak mun virka í öllum kvikmyndahúsum heims þar sem notaður er viðurkenndur og gæðavottaður sýningarbúnaður.Encryption/Dulkóðun
Hluti af okkar þjónustu er DCP encryption en það þýðir að þegar DCP pakkinn er tilbúinn þá er hann algjörlega ónothæfur og óspilanlegur nema viðkomandi sýningaraðili hafi fengið til þess lykil sem gefur kvikmyndahúsi fyrir fram ákveðinn tímaramma sem hægt er að spila kvikmyndina. Þessir lyklar heita fullu nafni Key Delivery Message en skammstöfunin hefur fest sig í sessi og eru þeir í daglegu tali kallaðir KDM lyklar. Við höfum aðgang að Trusted Device List (TDL) gagnagrunninum sem þýðir að við vitum fyrir víst að allir KDM lyklar sem við sendum frá okkur eru eingöngu gefnir út á raunverulegan tækjabúnað sem viðkomandi sýningaraðili segist vera með. Svo ef lykillinn er merktur eins og hann sé fyrir viðurkenndan Dolby server í kvikmyndahúsi þá flaggar rauðu hjá okkur ef serial númerið passar ekki við raunverulegan Dolby server.Endurgerðir/Versioning
DCP pakkinn er þeim kostum gæddur að hægt er að gera töluverðar breytingar á því hvernig hann spilast við ákveðin tilefni án þess að gera nýtt eintak frá grunni og öll þau gögn sem innihalda ekki breytingu nýtast því að fullu á milli útgáfa. DCP af kvikmynd í fullri lengd er yfirleitt á milli 100-200 gb og því sparar þessi tækni ekki aðeins tíma heldur gífurlega mikið gagnapláss. Þessi meðhöndlun er kölluð „versioning“ eða „endurgerð“ sem þýðir að þegar við höfum lokið við að koma kvikmyndinni þinni í DCP pakka getum við búið til version fæla (Version File/VF) og eru þeir til þess að breyta því hvernig viðkomandi server í kvikmyndahúsi spilar eintakið. Lang algengasta notkun á version fælum í DCP eru til þess að spila upprunalega DCPið með texta. Sömuleiðis nýtast version fælar til þess að gefa val um hvort DCP er spilað með 5.1 eða 7.1 hljóði eða jafnvel annari talsetningu. Cinelab mælir alltaf með því að masterum til DCP yfirfærslu sé skilað til okkar í reelum eða „spólum“ en þá er masternum ekki skilað í einum stökum fæl heldur er kvikmyndinni skipt upp í 15-20 mínútna búta. Og er því ekki óalgengt að DCP af tveggja klukkustunda langri kvikmynd sé um 6-8 reel. Að skipta upp í reel sparar gífurlegan tíma í eftirvinnslu og gefur töluvert meiri sveigjanleika fyrir breytingar. Tókstu eftir stafsetningarvillu í creditlista á síðustu stundu og þegar búið að senda okkur masterinn? Ef masterinn var í reelum þá sendirðu okkur bara aftur síðasta reelið og við skiptum því út.Textun, sjónvarp og VOD
Cinelab hefur margra ára reynslu af hverskonar transkóðun á kvikmyndaefni til birtingar á VOD leigum Símans og Vodafone eða til spilunar í sjónvarpi svo við getum einnig þjónustað okkar viðskiptavini í slíkum skilum.
Við erum einnig með mikla reynslu af hverskyns textun hvort sem hún er fyrir DCP, VOD eða sjónvarp eða allt þetta!
Einnig erum við í samstarfi við fjöldann allan af þýðendum og getum komið þér í samband við rétta þýðandann eftir því hvert verkefnið er.