DCP Kit B

  • Allt sem þarf til að senda physical DCP sýningareintök
  • Hágæða taska svo unt sé að flytja drif án þess að það verði fyrir skemmdum.
  • Drifið er 1 TB að stærð og EXT3 formatað fyrir Digital Cinema sýningarbúnað.

Verð er með fyrirvara um gengisbreytingar,
hafðu samband til að staðfesta verð.
Drifin eru ekki til á lager svo panta verður með fyrirvara.
Verð er án vsk.

Verð 39,995 kr.

Nánari lýsing

Pakkinn inniheldur allt sem þarf til þess að flytja DCP sýningareintök á milli staða.
CRU drifið sjálft er 1 TB að stærð og formatað í EXT3 svo allir digital cinema serverar í heiminum geti lesið það.
Viðkomandi kvikmyndahús plöggar drifinu í server kvikmyndasalsins og DCP pakkinn verður sjáanlegur og unt að hlaða honum inn á viðkomandi sal svo sýning geti farið fram.

Sé DCP pakkinn læstur/encryptaður er hann ónothæfur þar til kvikmyndahús hefur fengið gefna út KDM lykla sem sendir eru í tölvupósti og er þá DCP pakkinn eingöngu nothæfur á þeim sal sem KDM lykillinn er gefinn út á.

DCP Kit B inniheldur:

DX115DC hýsing (CRU Drif) með 1 TB hörðum diski formataður í EXT3 fyrir digital cinema sýningarbúnað.
Hágæða svört taska sem verndar drifið.