Leiðbeiningar um skil

Hér á eftir verður farið yfir það sem gott er að hafa í huga þegar efni er skilað til okkar til DCP yfirfærslu.


Myndefni:

Við mælum með því að hráefnið sem þú skilar til okkar til DCP yfirfærslu sé annaðhvort DPX eða TIF rammar eða QuickTime ProRes (422 eða 444)
Mikilvægt er að myndefni sé progressive (ekki interlaced)

Litastaðall skal vera annaðhvort P3, Rec709, Rec2020, SRGB.

Mjög mikilvægt er að gefa réttar upplýsingar um litastaðal þegar efni er skilað.

Upplausn:

Fyrir 2K (2D og 3D) skal upplausn vera:

  • 1.85/FLAT = 1998×1080
  • 2.39/SCOPE = 2048×858

Fyrir 4K (2D) skal upplausn vera:

  • 1.85/FLAT = 3996×2160
  • 2.39/SCOPE = 4096×1716

Að skipta í reel er kostur:

Þetta er ekki nauðsynlegt en hefur ýmsa kosti í för með sér.
Að skila efninu til okkar í reelum þýðir það að þú skiptir myndinni upp í nokkra parta sem geta verið í kringum 20 mínútur hver.
Sem myndi þýða það að ef 100 mínútna löng kvikmynd er skipt upp í 20 mínútna reel þá er DCP-ið í 5 reelum.

Kostirnir fyrir því að skipta upp í reel eru meðal annars þeir að standi til að gera útgáfu fyrir erlenda dreifingu með upphafsgrafík og creditlista á ensku þá þarf ekki að gera annað DCP frá grunni.
Íslenska og erlenda útgáfan af kvikmyndinni nota þá báðar sömu reel frá 2-4 en fyrsta og síðasta reelið inniheldur aðra grafík.
Annað gott dæmi þar sem það að skipta upp í reel hentar vel er ef upp kæmi sú staða að vildir laga eitthvað í creditlista þá þarf ekki að gera allt DCP-ið frá grunni aftur og nóg að master bara síðasta reelið aftur.

Rammahraði:

Rammahraði eða frame rate skal vera annaðhvort 24fps eða 25fps.
Hafa skal í huga að ef DCP er 25fps þá er sá möguleiki fyrir hendi þrátt fyrir að lítill sé að digital cinema búnaður kvikmyndahússins geti ekki spilað það.
Góðu fréttirnar eru þó þær að allur digital cinema búnaður sem eingöngu getur spilað 24fps er löngu hættur í sölu þannig einu tilvikin sem þetta gæti valdið vandamáli eru kvikmyndahús með eldri tækjabúnað.
Stærstu kvikmyndahátíðir heims eru farnar að samþykkja 25fps DCP svo sá rammahraði er orðinn samþykktur.
DCP í 3D geta verið í 48fps.

Hljóð:

Hljóð getur verið 5.1, 7.1 eða Dolby Atmos.

Fyrir „hefðbundið“ hljóð:
Hljóð skal vera 24-bit 48KHz Linear PCM í WAV.
Best er að skila hljóði í aðskildum mono rásum svo fyrir kvikmynd sem er með 5.1 hljóðmixi er skilað 6 aðskildar wav skrár í mono.

Vert er að minnast á að sé hljóð eingöngu til í stereo þá er það fræðilega séð hægt að hafa DCP í stereo en það þýðir þó það að einu hátalararnir sem eitthvað heyrist í í kvikmyndasalnum er left og right á bakvið sýningartjald. Ekkert surround, center eða sub.
Í sjálfu sér „virkar“ það alveg en sé ætlunin að senda kvikmyndina á hátíð erlendis bendum við á að einhverjar kvikmyndahátíðir gera þá kröfu að DCP sé í amk 5.1 svo kvikmyndinni þinni gæti verið hafnað ef hún er í stereo.

Fyrir Dolby Atmos:
Dolby Atmos MXF

Texti:

Texta skal skila í tímakóðaðri textaskrá t.d. PAC, SRT, STL eða öðru.
Við sjáum um að breyta textanum yfir í CineCanvas XML áður en DCP masteringin á sér stað.
Við mælum ekki með því undir neinum kringumstæðum að texti sé brenndur í mynd áður en efni er skilað til okkar. Það útilokar að hægt verði að nota sama DCP pakkann í endurgerðir/versioning ef texta á kvikmyndina á öðru tungumáli og þarf að gera nýjan DCP pakka frá grunni með tilheyrandi kostnaði.

Sé þó ætlunin eftir allt saman að hafa DCP-ið með ábrenndum texta bjóðumst við til þess að brenna hann á í DCP yfirfærslunni svo hann verði örugglega fallegur og í réttri stærð.

Cinelab bíður einnig upp á þá þjónustu að tímasetja textaskrár frá grunni.