Að afhenda screener

Screener af Doctor Who sjónvarpsþætti

Hjá kvikmyndaframleiðslufyrirtækjum er það óhjákvæmilegur hlutur að þurfa að afhenda screener af nýrri og jafnvel óútkominni kvikmynd til þriðja aðila.

Kvikmyndahátíðir gera oftar en ekki kröfu um að þeim sé sendur screener svo dómnefnd eða dagskrárstjóri hátíðar geti dæmt um hvort hún komist inn.

Ef texta á kvikmyndina í öðru landi þarf þýðandi augljóslega að geta séð myndina á meðan þýðing á sér stað.
Þetta er fullkomlega eðlilegt en þrátt það er nauðsynlegt að gæta fyllsta öryggis þegar afhenda á screener.

Fyrir það fyrsta skal aldrei hafa screenerinn á einum og sama link og deila svo með fleiri en einni manneskju.
Mjög algeng mistök er að gera ráð fyrir því að nóg sé að uploada screener inn á vimeo og gera kröfu um password þar.
Gallinn er sá að öllu sem hægt er að streema í browser er hægt að sniffa upp streemið af og getur þar af leiðandi sá sem hefur aðgang að vimeo screener og passwordi á hann niðurhalað screenernum inn á tölvuna hjá sér. Þá breytir engu hvort að vimeo stillingar leyfi niðurhal eða ekki.
Þó vimeo sé sérstaklega nefnt hér þá á þetta að sjálfsögðu við um hvaða sambærilega vefsíðu sem er.

Það sem Cinelab mælir með að framleiðslufyrirtæki geri er að exporta sérstaklega screener fyrir hvern og einn en bæta við watermark á screenerinn með nafni þess sem fær hann afhentann eða amk nafni þeirrar kvikmyndahátíðar sem fær screenerinn afhentann.
Dæmi, ef framleiðslufyrirtæki fær fyrirspurn um hvort dómari á hátíð erlendis geti fengið screener þá ætti að brenna inn lógó kvikmyndahátíðarinnar í screenerinn ásamt nafninu á þeim sem fær hann afhentann. Með þeim hætti eru a) mun minni líkur á því að viðkomandi einstaklingur þori að senda vini sínum afrit og b) ef það verður leki þá er auðvelt að rekja hann þar sem hver og einn screener er sjáanlega merktur. Watermark-laus screener er ekki eitthvað sem ætti að vera til af efninu þínu, sama þó það þurfi password til að opna linkinn.

Cinelab vinnur að því að geta boðið framleiðslufyrirtækjum upp á að senda rekjanlega screenera á öruggan máta.

F.h. Cinelab
Gunnar Ásgeirsson